Innflytjendur og framleiðendur eru ábyrgir fyrir því að:
- Vera skráðir í skráningarkerfi hjá Umhverfisstofnun (innflytjendur eru sjálfkrafa skráðir í gegnum Tollstjóra en framleiðendur þessara vara þurfa að skrá sig hjá Ríkisskattstjóra).
- Merkja raf- og rafeindatæki (sjálfa vöruna) með tunnumerkinu (yfirstrikuð sorptunna)
- Upplýsa kaupendur um að úrsérgengnum raf- og rafeindatækjum eigi að skila til endurvinnslu eða hvetja kaupendur til endurnotkunar og endurnýtingjar á þeim. Einnig eiga innflytjendur og framleiðendur að benda kaupendum á að skil á raftækjum eru gjaldfrjáls og að slík tæki geti innihaldið hættuleg efni, bæði mönnum og dýrum.
- Verslanir með yfir 400m2 sölupláss eiga að taka gjaldfrjálst á móti raf- og rafeindatækjum sem eru minni en 25cm á alla kant, án endurgjalds eða skilyrða.
- Framleiðendur raf- og rafeindatækja sem selja beint til notenda í öðru ríki skulu tilnefna viðurkenndan fulltrúa í því ríki.
Sveitarfélög eru ábyrg fyrir því að:
- Starfrækja söfnunarstöðvar í sveitarfélaginu
- Skulu hafa aðstöðu fyrir móttöku á raf- og rafeindatækjaúrgangi og að móttakan sé gjaldfrjáls
- Ber einnig að veita leiðbeininar um hvernig beri að flokka raf- og rafeindatækjaúrgang og skila honum til söfnunarstöðva og að þessi úrgangur megi ekki fara í almennan úrgang.