Markmið eftirlitsins er að sjá til þess að lögum og reglum sé framfylgt. Í því felst meðal annars að hækka söfnunarhlutfall þessa úrgangs og sjá til þess að upplýsingagjöf til viðskiptavina sé framfylgt. Því er mikilvægt að verkefnið sé unnið í góðu samstarfi við aðila á markaði og að allir hlutaaðeigandi komi að því að hvetja notendur til að skila úrganginum rétt af sér. Umhverfisstofnun hefur sett upp eftirlitsáætlun til ársloka 2020. Í henni er lögð áhersla á eftirlit með skyldum sveitarfélaga um móttöku rafhlaða, rafgeyma og raf- og rafeindatækjaúrgangs í samstarfi við heilbrigðieftirlitin. Þá verður farið í eftirliti til þeirra sem framleiða rafhlöður, rafgeyma og raf- og rafeindatæki á Íslandi og áhersla lögð á fræðslu og miðlun á þessum málaflokki.
Raftækjaúrgangur er sá úrgangsflokkur sem er hvað mest vaxandi í heiminum og var söfnun á raftækjum árið 2016 aðeins um 32% á Íslandi. Því er mikilvægt að fræða almenning og fyrirtæki um söfnun og rétta förgun á slíkum úrgangi.
Eftirlitstímabil |
Tími |
Fjöldi framleiðenda og innflytjenda |
2015 |
4 vikur |
16 aðilar |
2016 |
4,5 vikur |
18 aðilar |
2017 |
4,5 vikur |
18 aðilar |
Umhverfisstofnun er heimilt að óska eftir upplýsingum frá tolla- og skattayfirvöldum um heildarmagn, magn í einstökum flokkum og magn frá einstökum framleiðendum og innflytjendum vegna framleiðslu og innflutnings á raf- og rafeindatækjum sem falla undir lögin.