Mynd: Karlfugl í apríl / Ólafur K. Nielsen
Umhverfisstofnun ásamt Náttúrufræðistofnun Íslands og í samráði við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Fuglavernd og Skotvís vinnur nú að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Rjúpnastofninn (Lagopus muta).
Rjúpa (Lagopus muta) er hænsnafugl (Galliformes) af undirætt orrafugla (Tetraoninae) og er útbreiddur varpfugl um land allt. Hún verpir að mestu á láglendi í móum og graslendi en í september heldur hún til fjalla þar til tekur að snjóa á láglendi. Þá færir hún sig aftur neðar og heldur sig fyrir ofan snjólínu.
Rjúpan er jurtaæta og étur laufblöð, blóm, ber, fræ, æxlilauka, rekla, brum og sprota. Rjúpur verða kynþroska ársgamlar, frjósemi er mikil og hver kvenfugl verpir að jafnaði 11–12 eggjum. Afföll eru hins vegar hröð og hjá fyrsta árs fuglum eru þau 80–90% og 40–80% hjá eldri fuglum. Til lengri tíma hefur rjúpnastofninum hrakað, en veiði hefur þó minnkað síðan rjúpan var friðuð á árunum 2003 og 2004.
Rjúpan er vinsælasta veiðibráð á Íslandi og hefur verið nýtt allt frá landsnámi. Rjúpnaveiðar eru hluti af menningu þjóðarinnar, bæði veiðin sem slík ásamt því að rjúpnasteik og ilmurinn af henni eru ómissandi hluti jólahátíðarinnar hjá mörgum Íslendingum.
Stjórnunar- og verndaráætlanir byggja á lögum um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Stjórnunar- og verndaráætlunin er stjórntæki þar sem lögð er fram stefnumótun til næstu ára ásamt aðgerðum til að viðhalda lífvænlegum stofni fuglsins.
Í áætluninni verður m.a. fjallað um:
Markmið áætlunarinnar eru að:
Gert er ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlunin verði lögð fram til kynningar í vor 2022.
Nánari upplýsingar veita Bjarni Jónasson bjarnij@ust.is og Freyja Pétursdóttir freyjap@ust.is eða í síma 591-2000.
Mynd: Kvenfugl í apríl / Ólafur K. Nielsen