Markaðseftirlit með merkingum á skoteldum

Milli jóla og nýárs 2018 ráðgerir Umhverfisstofnun að fara í eftirlit með merkingum skotelda sem eru á markaði hér á landi.

Vegna sprengihættu sem stafar af skoteldum ber að merkja þá með viðeigandi hættumerki í samræmi við reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablanda (CLP). Þá skulu á umbúðum vera staðlaðar hættu- og varnaðarsetningar á íslensku sem lýsa eðli hættunnar og leiðbeina um örugga notkun, geymslu og förgun. Sömuleiðis er krafa um að viðvörunarorð á íslensku komi fram á umbúðunum, annað hvort „Varúð“ eða „Hætta“ og lýsir hið síðarnefnda alvarlegri hættueiginleikum.

Í fyrirhugðu eftirliti mun Umhverfisstofnun skoða hvort skoteldar á markaði hér á landi séu merktir í samræmi við ofangreinda reglugerð, með því að skoða sýnishorn af þeim á sölustöðum.

Kynntu þér málið nánar á heimasíðu Umhverfisstofnunar:

Um flokkun og merkingar hættulegra efna