Framandi lífverur á Íslandi

Tegundafjölbreytni á Íslands telst ekki mikil og er talið að flestar innlendar tegundir eigi rætur sínar að rekja til Evrópu. Þannig hefur verið talið að vegna einangrunar landsins sé heimskautarefurinn eina landspendýrið sem hingað komst af sjálfsdáðum, en aðrar tegundir hefur maðurinn flutt til landsins, ýmist fyrir slysni, eða viljandi.

Talið er að á Íslandi sé að finna um 340 framandi plöntutegundir en aðeins lítill hluti þeirra er talinn geta náð mikilli útbreiðslu eða hafi burði til að verða ágeng tegund. Hinsvegar get þær tegundir sem komast í þann flokk að teljast ágengar, valdið mjög alvarlegum og óafturkræfum skaða á lífríki Íslands og ógnað lífræðilegum fjölbreytileika. Hlýnun á norðlægum slóðum eikur mjög líkur á því að eitthvað af þeim framandi plöntum sem hingað hafa verið fluttar verði ágengar.

Ekki er til neinn tæmandi listi yfir framandi lífverur á Íslandi en á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands má finna lista yfir þær tegundir sem teljast ágengar. Bæta þarf skráningu á framandi lífverum á Íslandi og koma upp lista yfir ágengar tegundir sem uppfærður er reglulega. 

Eftirtalin dýr og plöntur í íslenskri náttúru eru talin ágeng:

Dýr

  1. Minkur
  2. Spánarsnigill
  3. Búrabobbi
  4. Húshumla

Plöntur

  1. Alaskalúpína
  2. Skógarkerfill
  3. Hæruburst

Nánari upplýsingar um ágengar dýrategundir og ágengar plöntur má nálgast á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands.