Umhverfistofnun - Logo

Störf í boði

ísjaki_canva.png (4080983 bytes)

Vilt þú starfa með okkur?

Hjá Umhverfisstofnun starfar öflugur hópur sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn að verndun náttúru og umhverfis. 

Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi. Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið eftir vottuðum gæðakerfum. Við höfum tækifæri til að þróast í starfi og ástunda endurmenntun.

Starfsmannafélagið er öflugt og við fylgjum að sjálfsögðu metnaðarfullri umhverfisstefnu sem hjálpar okkur að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. 

Stafræn þróun er áhersluverkefni og við tökum fagnandi á móti nýju fólki sem hefur þekkingu og áhuga á stafrænum lausnum.

Landverðir eru stór hluti starfsmannahópsins og starfa á friðlýstum svæðum, náttúruverndarsvæðum í okkar umsjón. Landverðir eru framverðir okkar á vettvangi og við erum stolt af þeirra vinnu.

Við leggjum áherslu á öflugt nýliðamóttökuferli sem undirbýr fólkið okkar vel undir verkefni sín. 

Umhverfisstofnun er jafnlaunavottaður vinnustaður og við vinnum auk þess eftir vottuðu gæðakerfi og umhverfisstjórnunarstaðlinum.

Umhverfisstofnun starfar á níu starfsstöðvumum landið og auglýsir hartnær öll störf sín með vali um staðsetningu.

Hvar má bjóða þér að vinna? Valið er þitt!

 

Störf laus til umsóknar

 

 

Þjónustufulltrúi í móttöku

Þjónustufulltrúi í móttöku

Umsóknarfrestur

22.09.2023 til 02.10.2023

Inngangur

Ert þú næsta hjarta Umhverfisstofnunar?

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar fullt starf þjónustufulltrúa í móttöku á starfsstöð okkar á Suðurlandsbraut 24. Starfið er fjölbreytt og líflegt og gefur tækifæri til að hafa  jákvæð áhrif á starfsemina okkar um allt land. Þjónustufulltrúi er hluti af teymi mannauðs og starfsumhverfis. Teymið vinnur að fjölbreyttum verkefnum sem stuðla m.a. að því að stofnunin sé eftirsóttur vinnustaður. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Símsvörun, móttaka gesta og þjónusta við starfsfólk
  • Sjá til að aðstaðan sé snyrtileg og aðgengileg fyrir gesti og starfsfólk 
  • Sjá til að tæknibúnaður sé tilbúinn til notkunar á fundum í samstarfi við notendaþjónustu
  • Aðstoð við viðburði og stærri fundi 
  • Innkaup og umsjón með rekstrarvörum
  • Önnur verkefni sem stuðla að velferð starfsfólks 

Hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af þjónustustörfum er kostur 
  • Afbragðs þjónustulund, samstarfshæfni og jákvætt viðhorf
  • Frumkvæði í að láta starfsfólki líða vel á vinnustað og að aðstaðan sé góð
  • Mjög góð tækniþekking og áhugi á að leysa úr málum 
  • Góð kunnátta í  íslensku og ensku

Tengiliðir

Þóra Margrét Pálsdóttir Briem - thoram@ust.is - 5912000

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags hafa gert.

Umhverfisstofnun er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Við störfum á 13 stöðum á landinu eftir vottuðum gæðakerfum, erum með 36 stunda vinnuviku, með virka umhverfisstefnu og störfum samkvæmt Grænum skrefum, graenskref.is. Starfsmannafélagið er öflugt.

Stafræn þróun er áhersluverkefni hjá okkur og tekið er fagnandi í þekkingu og áhuga á stafrænum lausnum. 

Hlutverk Umhverfisstofnunar er að þjónusta fólk og náttúru í þágu umhverfisverndar.

Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is

Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir við ráðningu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. 

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 02.10.2023

Sækja um

 Störf án staðsetningar

 


Svansvottaður vinnustaður