Heilnæmi

Til eru merki sem segja til um heilnæmi vöru og ná til mismunandi þátta. Skráargatið, nær til að mynda til hollustu matvæla en önnur merki, gefa til kynna að í vörunni sé ekki að finna óæskileg efni.

 

Skráargatið

Þetta merki er upprunið í Skandivaníu og er valfrjáls merking fyrir matvælaframleiðendur sem vilja sýna fram á hollustu sinna matvæla. Merkið táknar hvaða matvæli uppfylla opinberar ráðleggingar um mataræði hvað varðar skilyrði fyrir innihald fitu, sykurs, salts og trefja.
Merkið er ekki lífræn vottun.
Merkið er upprunalega sænskt og hefur verið hægt að finna merkið á matvælum sem upprunnin eru í Svíþjóð. Matvæli sem eru sem eru ætluð börnum yngri en þriggja ára er ekki hægt að merkja Skráargatinu.

Lestu meira um Skráargatið á heimasíðu Norrænu Ráðherranefndarinnar


Ofnæmismerki Danmerkur

Bláa merkið hér til vinstri er danskt merki, sem sýnir að varan hefur verið þróuð í samráði við dönsku astma- og ofnæmissamtökin.
Ofnæmismerkið miðast við snertiofnæmi og því má sjá merkið á vörum sem komast í beina snertingu við húðina.
Merkið felur ekki í sér lífræna vottun.

Ofnæmismerkið þýðir ekki að varan sé viðurkennd af eða framleidd fyrir tilstuðlan dönsku astma- og ofnæmissamtakanna. Hins vegar felur merkið í sér að samtökin hafa farið í gegnum innihaldsefni vörunnar og staðfest að í ljósi nýjustu rannsókna felist lágmarks áhætta á ofnæmi við notkun vörunnar. Það ber því að líta á staðfestingu samtakanna sem leiðbeiningu en ekki tryggingu.

Lestu meira um danska ofnæmismerkið á heimasíðu dönsku astma of ofnæmissamtakanna


 Tiltro til textiler

Á bak við merkið standa alþjóðleg samtök í vefnaðariðnaði. Merkið sýnir að ekki er farið yfir leyfileg viðmiðunarmörk um hættuleg efni í vefnaðarvörunni. Merkið er ekki lífræn vottun

Lestu meira um merkið á heimasíðu samtakanna