Hamarinn

Fulltrúar Umhverfisstofnunar og Hafnarfjarðarbæjar vinna nú að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Hamarinn en Hamarinn var friðlýstur árið 1984 sem náttúruvætti. 

Á Hamrinum eru jökulminjar. Hann setur mikinn svip á miðbæ Hafnarfjarðar og nýtur vinsælda sem útivistarsvæði. Hamrinum tengjast sögur um álfa og huldufólk.

Samkvæmt 81. gr. laga nr. 60/2013  um náttúruvernd er eitt af hlutverkum Umhverfisstofnunar að hafa umsjón með gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði. Í þeim er lögð fram stefnumótun til næstu ára ásamt aðgerðum til að viðhalda verndargildi svæðisins.

Hér að neðan er að finna verk- og tímaáætlun og samráðsáætlun vegna verkefnisins. Lögð er áhersla á opið og gagnsætt ferli og eru einstaklingar hvattir til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Frekari upplýsingar veita Þórdís Vilhelmína Bragadóttit thordis.bragadottir@umhverfisstofnun.is eða René Biasone Rene.Biasone@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.


Tengd skjöl:
Samráðsáætlun
Verk- og tímaáætlun