Þetta þýðir að þegar efni eða efnablanda er seld til aðila sem ætlar að nota hana við iðnaðarstarfsemi/faglega starfsemi og/eða selja hana áfram í smásölu, þá skulu öryggisblöð fylgja með vörunni. Auk framangreindra reglna getur viðtakandi efnis í ákveðnum tilfellum beðið um öryggisblöð.
Öryggisblöð sem eru uppfærð eftir að skráningu innihaldsefna er lokið skulu innihalda upplýsingar um skráningarnúmer efnanna. Birgar skulu afhenda öllum, sem þeir hafa látið vöruna í té á síðustu 12 mánuðum, uppfærð eða endurskoðuð öryggisblöð. Á öllum uppfærðum/endurskoðuðum öryggisblöðum skulu koma fram upplýsingar um dagsetningu uppfærslunnar/endurskoðunarinnar og tilgreina skal með skýrum hætti allar upplýsingar sem hefur verið bætt við, eytt eða sem hafa verið endurkoðaðar (upplýsingar um þetta má t.a.m. setja undir 16. lið öryggisblaðsins - Aðrar upplýsingar).
Ein mögulegra lausna væri að bæta við öryggisblaðið setningu á borð við: „Ekki er skylt að útvega öryggisblað með þessari vöru samkvæmt 31. gr. REACH.“
Útgáfudagur eða dagsetning endurskoðunar skal koma fram á fyrstu síðu öryggisblaðanna. Allar blaðsíður skulu vera númeraðar.