Öryggishandbók - áhættumat

Öryggishandbók um sund- og baðstaði fjallar um öryggisatriði sem skipta máli í daglegum rekstri sund- og baðstaða og hvernig notandinn getur fylgt eftir lögum og reglum sem gilda um staðina á einfaldan hátt. Áhættumat fyrir sund- og baðstaði skal liggja fyrir eigi síðar en 1. janúar 2014 og leiðbeinir öryggishandbókin um gerð þess. Höfundur öryggishandbókarinnar er Herdís Storgaard og er útgáfan með rafrænum hætti og víða er að finna hlekki sem vísa í ítarefni. Öryggishandbókin er fyrir þá sund- og baðstaði sem reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum nr. 814/2010, með síðari breytingum gildir um.

Öryggishandbók fyrir sund- og baðstaði

 

Gerð áhættumats á sund- og baðstöðum 

Öryggishandbók fyrir sund- og baðstaði er leiðbeinandi rit við gerð áhættumats á sund- og baðstöðum. Frekari leiðbeiningar um gerð áhættumats er að finna hér fyrir neðan, mælst er til að notaður sér gátlista um gerð áhættumats og eyðublað um skráningu og aðgerðaáætlun við framkvæmd og úrvinnslu áhættumatsins. Gátlistann er að finna í fylgiskjali 3 með öryggishandbókinni, frekari leiðbeiningar og eyðublað fyrir skráningu og aðgerðaáætlun er að finna hér fyrir neðan. Í 6 skrefum má á auðveldan máta framkvæma áhættumat, skrá niðurstöður, setja fram áætlun um hvað þarf að gera og að lokum gera samantekt matsins.