Aðgengi

Ingólfshöfði er einn af elstu sögustöðum landsins, en þar hófu norrænir menn landnám.
Leiðin út í Ingólfshöfða er u.þ.b. 9 km löng frá þjóðvegi og liggur um land Fagurhólsmýrar og Hofsness. Hún er ekki fær nema torfærubílum og dráttarvélum. Leiðin er stikuð en liggur um leirur og ála sem geta verið djúpir og er afar varasamt að fara út af henni. Ferðamenn eru hvattir til að aka ekki út í höfðann á eigin bílum, heldur nýta sér ferðir Öræfaferða.

Þrátt fyrir að Ingólfshöfði sé friðland fá hefðbundnar nytjar bænda í Öræfum að haldast með samkomulagi við Umhverfisstofnun.

Núverandi mannvirkjum skal haldið við í samráði við Umhverfisstofnun.

Gangandi og ríðandi fólki er heimil för um svæðið, en fólk er beðið um að fara eftir slóðum á höfðanum, gæta þess að traðka ekki niður gróður, trufla ekki fuglalíf né styggja sauðfé.
Fólk er beðið um að skilja ekki eftir sig rusl.

Akstur er bannaður á höfðanum nema þeim sem annast vitana og landeigendum til nytja.
Öll meðferð skotvopna er bönnuð.

 Fólk er beðið um að hafa þetta í huga þegar það fer um Ingólfshöfða