Norðausturland

Þjóðgarðar

 • Vatnajökulsþjóðgarður, Kelduneshreppi, N-Þingeyjarsýslu. Þjóðgarður stofnaður með reglugerð sbr. Stjórnartíðindi B, nr. 216/1973. Stækkaður samkvæmt reglugerð nr. 359/1993. Stærð 12.000 ha. Breytt með lögum 60/2007 og reglugerð nr. 608/2008.

Friðlönd

 • Friðland í Svarfaðardal, Dalvík, Svarfaðardalshreppi, Eyjafjarðarsýslu. Lýst friðland 1972. Friðlýsing endurskoðuð með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 443/1980. Stærð 528,7 ha.
 • Vestmannsvatn, Aðaldælahreppi, Reykdælahreppi, S-Þingeyjarsýslu. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 30/1977. Stærð 562,9 ha.

Náttúruvætti

 • Dettifoss, Selfoss og Hafragilsfoss og nágrenni í Öxafjarðarhreppi. Samkvæmt heimild í 22. gr. laga nr. 47/1971 um náttúruvernd hefur [Náttúruvernd ríkisins] ákveðið, að undangengum samningaviðræðum við landeigendur Hafursstaða og Bjarmalands, svo og sveitarstjórn Öxafjarðarhrepps, að friðlýsa Dettifoss, Selfoss og Hafragilsfoss svo og næsta nágrenni þeirra austan Jökulsár á Fjöllum, og er svæðið náttúruvætti. Stærð 485,1 ha.
 • Dimmuborgir, Skútustaðahreppi. Friðlýst sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 1262/2011. stærð svæðisins er 423,5 ha.
 • Hverfjall (Hverfell) í Skútustaðahreppi. Friðlýst sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 1261/2011. stærð svæðisins er 312,72 ha.
 • Hverastrýta á botni Eyjafjarðar, norður af Arnarnesnöfum. Friðlýst sem náttúruvætti með augl. í Stj.tíð.B. nr. 510/2007.
 • Hverastrýtur á botni Eyjafjarðar. Fyrstu náttúruminjar á hafsbotni sem eru friðlýstar á Íslandi. Friðlýst sem náttúruvætti með augl. í Stj.tíð.B. nr. 249/2001. Stærð 12,1 ha.
 • Seljahjallagil, Bláhvammur, Þrenglsaborgir og nágrenni í Skútustaðahreppi. Friðlýst sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 296/2012. Svæðið er 1.880,7 ha að stærð.
 • Skútustaðagígar, Skútustaðahreppi, S-Þingeyjarsýslu. Friðlýstir sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 399/1973. Stærð 69,9 ha.

Fólkvangar

 • Böggvisstaðafjall, Dalvík. Fólkvangur stofnaður með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 432/1994. Stærð 305,9 ha. Breyting, aug. í stj.tíð, B. 265/2011
 • Hraun í Öxnadal, Fólkvangur stofnaður með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 534/2007. Fólkvangurinn nær yfir 2.286,3 ha.
 • Krossanesborgir. Fólkvangur stofnaður með auglýsingur í Stjórnatíðindum B. nr. 162/2005. Stærð 114,8 ha.

Önnur friðuð svæði

Mývatn og Laxá, S-Þingeyjarsýslu eru vernduð samkvæmt sérstökum lögum nr. 97 frá 9. júní 2004. Markmið laganna er að stuðla að náttúruvernd í samræmi við sjálfbæra þróun og tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum.

Lögin eiga að tryggja vernd líffræðilegrar fjölbreytni á víðáttumiklu vatnasviði Mývatns og Laxár ásamt verndun jarðmyndana og landslags með virkri náttúruvernd, einkum með tilliti til vísindalegra, félagslegra og fagurfræðilegra sjónarmiða.
Hluti svæðisins, þ.e. Mývatnssveit og öll Laxá (115.323,1 ha) hefur verið verndaður samkvæmt samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf (Ramsar).

Ákvæði laganna taka til Mývatns og Laxár með eyjum, hólmum og kvíslum, allt að ósi árinnar við Skjálfandaflóa, ásamt 200 m breiðum bakka meðfram Mývatni öllu og Laxá báðum megin. Auk þess ná lög þessi til eftirtalinna votlendissvæða, ásamt 200 m bakka meðfram vötnum, ám og lækjum: Sortulækjar, Geirastaðahrauns, Sandvatns ytra, Belgjarskógar, Slýja, Neslandatanga, Framengja, Krákár frá Strengjabrekku að Laxá, Grænavatns, Helluvaðsár og Arnarvatns, ásamt votlendi sem því tilheyrir. Þá taka lögin enn fremur til vatnsverndar á vatnasviði Mývatns og Laxár.

Aðrar náttúruminjar

501. Fjalllendið milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, (423), Skagafjarðarsýslu, Eyjafjarðarsýslu. (1) Hálendi milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar norðan þjóðvegar nr. 1 á Öxnadalsheiði. Á vestanverðum skaganum eru mörk miðuð við 200 m h.y.s, mörk ná víðast í sjó fram á norðanverðum skaganum og á austanverðum skaganum eru mörk í 150-250 m h.y.s. (2) Hálendur og hrikalegur skagi með djúpum dölum, stórbrotið land. Á hæstu fjöllum eru jöklar. Um hálendið liggja fornar leiðir milli byggða.

502. Sauðakotsrípill á Ufsaströnd, Dalvík. (1) Rípill norðaustan við Sauðaneshnjúka. (2) Jökulurðir frá lokum ísaldar.

503. Hólsrípill á Ufsaströnd, Dalvík. (1) Rípill austur af Hólshyrnu. (2) Jökulurðir frá lokum ísaldar.

504. Hrísey, Hríseyjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu. (1) Norðurhluti Hríseyjar, land Miðbæjar og Ystabæjar. (2) Fjölskrúðugur gróður. Mikið fuglalíf.

505. Hraunsvatn og Vatnsdalur, Öxnadalshreppi, Eyjafjarðarsýslu. (1) Svæðið nær yfir vatnasvið Vatnsdals auk Hraunshrauns og Hólahóla allt niður að brekkurótum milli Hrauns og Bessahlaða. (2) Fjölbreytt og fagurt land með stöðuvötnum, stórum framhlaupum og sérkennilegum klettadröngum, svo sem Hraundrangur.

506. Hörgárósar, Glæsibæjarhreppi, Arnarneshreppi, Eyjafjarðarsýslu. (1) Ósasvæði Hörgár ásamt Gáseyri neðan bæjanna Óss og Skipalóns með fjörum og grunnsævi. (2) Tjarnir, flæðimýrar og strandgróður. Mikið fuglalíf. Rústir forns verslunarstaðar. NB: Hluti af svæðinu hefur verið friðlýst sem fólkvangur, sjá Krossanesborgir.

507. Krossanesborgir, Akureyri, Glæsibæjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu. (1) Krossanesborgir, Krossaneshagi, Brávellir, Blómsturvellir, Pétursborg og Sílastaðatangi. Að sunnan afmarkast svæðið af útjaðri túna í Ytra-Krossanesi, að vestan af þjóðvegi og túnum í Dvergasteini, en Teigalæk og Efra-Lóni að norðan. (2) Sérkennilegt landslag, jökulminjar og votlendi. Hentugt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis. Friðlýst sem fólkvangur 2005

508. Glerárgil, Akureyri, Glæsibæjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu. (1) Árgil Glerár frá Bandagerðisbrú við Sólvelli, upp gilið að ármótum Glerár og Hlífár. (2) Gróðurríkt gil, skógarlundir, fjölbreyttar árrofsmyndanir, fossar, skessukatlar og skútar. Söguminjar.

509. Leyningshólar og Hólahólar, Eyjafjarðarsveit (áður Saurbæjarhr.), Eyjafjarðarsýslu. (1) Framhlaup norðan mynnis Villingadals og vestan þjóðvegar í innanverðum Eyjafirði. (2) Mikið framhlaupasvæði með tjörnum og skógarleifum. Fornminjar. Vinsælt útivistarsvæði.

510. Hólmarnir, Akureyri, Eyjafjarðarsveit (áður Öngulsstaðahr.), Eyjafjarðarsýslu. (1) Óshólmar Eyjafjarðarár ásamt fjörum og flæðimýrum beggja vegna árinnar suður á móts við suðurodda Staðareyjar. (2) Marflöt flæðilönd, árhólmar, kvíslar og leirur. Mikið fuglalíf, sérstætt gróðurfar.

511. Grímsey, Grímseyjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu. (1) Grímsey norðan Bása og Handfestargjár ásamt öllum fuglabjörgum á austurhluta eyjarinnar suður að Flesjum. (2) Miklar og sérstæðar sjófuglabyggðir.

512. Skaginn milli Eyjafjarðar og Skjálfanda, Grýtubakkahreppi, Hálshreppi, Ljósavatnshreppi, S-Þingeyjarsýslu. (1) Látraströnd, Fjörður, Flateyjardalur og Náttfaravíkur. Suðurmörk eru um Kaldbak, Leirdalsöxl, Blámannshatt, Skessuskálarfjall og Bakranga. (2) Mjög fjölbreytilegt landslag og ríkulegur gróður. Kjörið útivistarsvæði til náttúruskoðunar.

513. Lónin og Laufáshólmar, Grýtubakkahreppi, S-Þingeyjarsýslu. (1) Ósasvæði Fnjóskár og gilið upp fyrir Laufásfossa, Lónin í Höfðahverfi auk Nesmóa og Flæðiengja allt norður að Hólsá og Gljúfurá. (2) Fjölbreytt gróðurfar og fjölskrúðugt fuglalíf.

514. Melar við Illugastaði, Hálshreppi, S-Þingeyjarsýslu. (1) Illugastaðaklif og aðrir melhjallar milli Illugastaða og Sellands í Fnjóskadal. (2) Leifar af framburðareyrum í svonefndu Fnjóskadalsvatni, sem fyllti dalinn í lok ísaldar.

515. Bleiksmýrardalur, Hálshreppi, S-Þingeyjarsýslu. (1) Dalurinn upp að fjallsbrúnum frá Reykjum að Skarðsöxl sunnan Gönguskarðs. (2) Fjölbreytilegt landslag, berghlaup, jarðhiti er við Reyki og birkiskógur í hlíðum.

516. Tungnafellsjökull og Nýidalur (Jökuldalur) (702), S-Þingeyjarsýslu, Rangárvallasýslu. (1) Jökullinn ásamt undirhlíðum, Tómasarhaga, Nýjadal og jarðhitasvæði í Vonarskarði. (2) Fjölbreytilegt landslag með fögrum og sérstæðum gróðurvinjum.

517. Gæsavötn við Gæsahnjúk, S-Þingeyjarsýslu. (1) Vötn við suðurjaðar Ódáðahrauns vestur undir Gæsahnjúk og umhverfi þeirra. (2) Lindavötn og hálendisvin, um 920 m h.y.s.

518. Laufrönd og Neðribotnar, S-Þingeyjarsýslu. (1) Gróðurlendi í vesturjaðri Ódáðahrauns milli Laufrandar og Hraunár sunnan frá Steinfelli norður fyrir Neðribotna. (2) Gróðursælt umhverfi tjarna og lindavatna, 700-800 m h.y.s. Sérstætt fuglalíf.

519. Ingvararfoss, Aldeyjarfoss og Hrafnabjargafoss, Bárðdælahreppi, S-Þingeyjarsýslu. (1) Skjálfandafljót ásamt bökkum, frá og með Hrafnabjargafossi og norður fyrir Ingvararfoss. (2) Sérkennilegir og fagrir fossar nærri fjölfarinni leið.

520. Ljósavatn, Ljósavatnshreppi, S-Þingeyjarsýslu. (1) Ljósavatn og umhverfi upp að brúnum Krossaxlar að norðan og Stóradalsfjalls að sunnan, milli hreppamarka að vestan og Geitár og bæjarins Kross að austan. (2) Fjölbreytt landslag, stöðuvatn, framhlaup, jökulurðarhólar, hraun og skógur.

521. Goðafoss, Ljósavatnshreppi, S-Þingeyjarsýslu. (1) Fossinn og gljúfrið neðan hans og næsta nágrenni. (2) Goðafoss er einn tilkomumesti foss landsins. 
Goðafoss var friðlýstur sem náttúruvætti 2020.

522. Þingey, Ljósavatnshreppi, Reykdælahreppi, S-Þingeyjarsýslu. (1) Þingey og nálægar eyjar í Skjálfandafljóti, eyrar og bakkar fljótsins norður að Vaðsvaði, austurhlíðar Kinnarfells og vesturhlíðar Fljótsheiðar við Þingey. (2) Óbyggður skógivaxinn dalur. Fallegir fossar og gljúfur, gróðurríkar eyjar. Söguhelgi.

523. Varastaðaskógur, Reykdælahreppi, S-Þingeyjarsýslu. (1) Skóglendi milli Ljótsstaða og Brettingsstaða í Laxárdal. (2) Fallegur birkiskógur. Svæðið er að hluta friðlýst skv. lögum um vernd Mývatns og Laxár.

524. Halldórsstaðir, Reykdælahreppi, S-Þingeyjarsýslu. (1) Jörðin Halldórsstaðir I í Laxárdal. (2) Fjölbreytt landslag neðan frá Laxá og upp á heiði.

525. Gervigígar við Knútsstaði í Aðaldal, Aðaldælahreppi, S-Þingeyjarsýslu. (1) Gervigígar vestan Laxár, í Aðaldalshrauni. (2) Fjölbreyttar gervigígamyndanir í Laxárhrauni yngra.

526. Gervigígaþyrpingar í Aðaldal, Aðaldælahreppi, S-Þingeyjarsýslu. (1) Gjallgígar og borgir í miðjum Aðaldal við bæina Haga, Nes, Hafralæk, Garð, Jarlsstaði og Tjörn. (2) Fjölbreyttar gervigígamyndanir í Laxárhrauni yngra.

527. Votlendi á Sandi og Sílalæk, Aðaldælahreppi, S-Þingeyjarsýslu. (1) Miklavatn í Aðaldal og mýrlendi umhverfis það milli Aðaldalshrauns, Sjávarsands og Skjálfandafljóts, í löndum Sands og Sílalækjar. (2) Stórt og gróðurmikið vatn, víðáttumikil flæðilönd með miklu fuglalífi.

528. Bakkafjara og Bakkahöfði, Húsavík. (1) Höfðinn ásamt fjörum, skerjum og grunnsævi. (2) Sérkennilega rofnir sjávarklettar og nafir (berggangar) fram undan höfðanum. Lífríkar fjörur og sker.
Bakkafjara

529. Lundey, Tjörneshreppi, S-Þingeyjarsýslu. (1) Eyjan ásamt fjöru og grunnsævi. (2) Fjölbreytt botnlíf á grunninu umhverfis eyna.

530. Tjörneslögin og Voladalstorfa, Tjörneshreppi, S-Þingeyjarsýslu. (1) Strandlengja og sjávarbakkar á vestanverðu Tjörnesi frá Köldukvísl norður og austur fyrir að Sandvík. (2) Í sjávarbökkunum koma fram þykk setlög frá tertíer og ísöld með skeljum og surtarbrandi. Við Voladalstorfu eru móbergshamrar og fuglabyggð.
Tjörnes

531. Mánáreyjar, Tjörneshreppi, S-Þingeyjarsýslu. (1) Háey og Lágey. (2) Miklar sjófuglabyggðir.

532. Votlendi við Öxarfjörð, Kelduneshreppi, Öxarfjarðarhreppi, N-Þingeyjarsýslu. (1) Svæðið afmarkast af Lóni í vestri, Skjálftavötnum í suðri og þaðan að hreppamörkum við Núpsvatn. (2) Sjávarlón og gróðurmikil grunn vötn. Stararengjar, keldur og þornaðir árfarvegir. Mikið fuglalíf.

533. Þeistareykir, Reykjahreppi, S-Þingeyjarsýslu. (1) Jarðhitasvæðið á Þeistareykjum. (2) Fjölbreyttar jarðhitamyndanir, gufu- og leirhverir, útfellingar í norðurhlíðum Bæjarfjalls og við Bóndhól. Jarðhitaplöntur.

534. Vítin á Reykjaheiði, Reykjahreppi, S-Þingeyjarsýslu. (1) Stóra- og Litla-Víti á Þeistareykjabungu ásamt nánasta umhverfi. (2) Merkar jarðeldamyndanir, formfagur hraungígur frá nútíma og fallgígur.

535. Meiðavallaskógur, Kelduneshreppi, N-Þingeyjarsýslu. (1) Svæðið vestan þjóðgarðs og austan vegar inn í Vesturdal. Mörk fylgja þjóðvegi (nr. 85) og veginum inn í Vesturdal þangað sem hann mætir þjóðgarðsmörkum. (2) Vesturbarmur Ásbyrgis, skóglendi, fornir hlaupfarvegir Jökulsár á Fjöllum og tóftir fornra eyðibýla.

NB: Hluti þessa svæðis hefur verið friðlýst sem náttúruvætti, sjá Dettifoss, Selfoss og Hafragilsfoss.
536. Jökulsárgljúfur austan ár, Öxarfjarðarhreppi, N-Þingeyjarsýslu. (1) Svæðið austan Jökulsár frá Selfossi í suðri og norður að brú við Ferjubakka. Norðurmörk fylgja þjóðvegi að Vaðkotsá og með henni suður á móts við Bjarnastaði. Þaðan bein lína suðaustur í Reyð og þaðan bein lína í suðvestur í Ytra-Norðmelsfjall. Úr Ytra-Norðmelsfjalli í vestur, stystu leið í Jökulsá sunnan Selfoss. (2) Fjölbreytt landslag og ríkulegur gróður. Æskilegt að þetta svæði verði sameinað þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum.

537. Röndin við Kópasker, Öxarfjarðarhreppi (áður Presthólahr.), N-Þingeyjarsýslu. (1) Sjávarbakkar frá Kópaskeri suður að Snartarstaðalæk. (2) Jarðmyndun frá lokum ísaldar (Kópaskersskeið), sjávarset með skeljum, jökulruðningur. Minjar um hopunarsögu ísaldarjökulsins.

538. Melrakkaslétta norðanverð, Öxarfjarðarhreppi (áður Presthólahr.), Raufarhafnarhreppi, N-Þingeyjarsýslu. (1) Norðanverð Slétta, norðan við línu sem dregin er úr Kollsvík við Öxarfjörð um Sandfjall í Geflu, þaðan austur um Grænur, sunnan Steinunnarvatns í Miðás við Glápsvötn, Melrakkaás og austur í Bæjarvík norðan Raufarhafnar. (2) Víðáttumiklar mýrar, lóna- og straumvatnakerfi, sjávarfitjar. Gróður og dýralíf með svalviðrisblæ, mikið fuglalíf. Blikalónsdalur er sigdalur með miklu grunnvatnsstreymi. Rauðinúpur er eldstöð frá ísöld. Í honum er fuglabjarg og þaðan er mikið útsýni.

539. Ólafsfjarðarvatn, Ólafsfirði, Eyjafjarðarsýslu. (1) Vatnið allt ásamt ósi. (1) Strandvatn, 270 ha. Mjög sérstætt náttúrufyrirbrigði. Ferskt vatn flýtur ofan á söltu og verkar sem gler í gróðurhúsi á neðri lög. Mikið og fjölbreytt lífríki.

540. Flatey á Skjálfanda, Hálshreppi, S-Þingeyjarsýslu. (1) Eyjan öll. (2) Lág og flatlend eyðieyja, aðeins nokkrir metrar yfir sjó með lónum fyrir innan malarkamba. Grösug eyja með fjölbreyttu fuglalífi. Söguminjar.

541. Syðralón við Þórshöfn, Þórshafnarhreppi, N-Þingeyjarsýslu. (1) Vatnið allt ásamt ósi. (2) Fjölbreytt fuglalíf.

542. Sauðaneslón á Langanesi, Þórshafnarhreppi, N-Þingeyjarsýslu. (1) Vatnið allt ásamt ósi. Strandlengja frá Litlanesi að Lambanesi. (2) Mjög auðugt fuglalíf.

543. Langanes utan Heiðarfjalls, Þórshafnarhreppi, N-Þingeyjarsýslu. (1) Langanes utan við Heiðarfjall. (2) Fjölbreytt gróðurfar. Mikil fuglabjörg. Menningarminjar