Almennt á við krafa um tveggja þrepa hreinsun á skólpi þegar losun er yfir 2.000 pe. í ferskvatn og ármynni og yfir 10.000 pe. í strandsjó. Frá þeirri kröfu eru tvær undanþágur, annars vegar fyrir minni hreinsun og hins vegar fyrir meiri hreinsun eftir því með hvaða hætti viðtakarnir eru skilgreindir.
Síður viðkvæmur viðtaki er ármynni og strandsjór þar sem endurnýjun vatns er mikil og losun tiltekinnar mengunar er ekki talin hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Sjór eða hafsvæði getur talist síður viðkvæmt svæði ef losun skólps hefur ekki skaðleg áhrif á umhverfið vegna formfræðilegra, vatnafræðilegra eða annarra sérstakra aðstæðna í vatninu.
Samkvæmt reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp geta sveitarstjórnir sótt um undanþágu frá tveggja þrepa hreinsun á skólpi (vægari losunarkröfur) gegn því að vakta viðtakann fyrir mögulegum neikvæðum áhrifum. Slíkt er hægt þegar um er að ræða:
Til þess að fá viðtaka skilgreindan sem síður viðkvæman þarf sveitarstjórn að senda tillögu um slíka skilgreiningu til Umhverfisstofnunar. Eigandi fráveitu skal í samráði við heilbrigðisnefnd rannsaka ítarlega áhrif skólps á umhverfið og skila gögnum til Umhverfisstofnunar sem staðfesta góða hæfni viðtakans til að taka við og eyða skólpi.
Leiðbeiningar um gögn sem skila þarf má sjá hér.
Skilgreining á síður viðkvæmum svæðum skal endurskoða á a.m.k. 4 ára fresti. Verði viðtaki ekki lengur skilgreindur síður viðkvæmt vatnasvæði skal tveggja þrepa hreinsun komið á innan sjö ára frá því að skilgreiningu er breytt.
Hreinsunarkröfur fyrir eins þreps hreinsun
Þegar eins þreps hreinsun á við, skal skólp að lágmarki hreinsað þannig að BOD5 lækki um 20% og heildarmagn svifagna lækki um 50% áður en fráveituvatnið er losað út í viðtaka.
Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera: