Guðlaugs- og Álfgeirstungur

Guðlaugstungur, Svörtutungur og Álfgeirstungur (Ásgeirstungur) voru friðlýstar árið 2005. Tungurnar eru á hálendinu norðvestan við Hofsjökul.  Markmið friðlýsingarinnar er að vernda víðfeðmt og gróskumikið votlendi og stórt, fjölbreytt og mikilvægt rústasvæði. Svæðið er alþjóðlega mikilvægt fyrir heiðagæs.

Landslagið einkennist af heiðalöndum, votlendi, rústum, mólendi og bersvæði, ám og vötnum. Svæðið er mikilvægt varp- og beitiland heiðagæsar.

Við ákvörðun um friðlýsingu voru hafðir til hliðsjónar alþjóðlegir samningar, en þeir eru um verndun villtra dýra, plantna og lífsvæða (Bern 1979), samningur um líffræðilega fjölbreyttni (Ríó de Janeiró 1992) og samningur um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi einkum fyrir fuglalíf (Ramsar 1971).

Öllum er heimil för um svæðið eftir ákveðnum reglum.

Umferð um varplönd heiðagæsar er bönnuð frá 1. maí til 20. júní.

Umferð hestamanna og beit hrossa er stýrt, lausir hundar eru ekki leyfðir, veiði í ám og vötnum er óheimil nema með leyfi veiðifélags og notkun skotvopna er bönnuð.

Þriggja manna nefnd Húnavatnshrepps og Umhverfisstofnunnar hefur umsjón með svæðinu.

Stærð friðlandsins er 39.820 ha.