2021

Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa er að þessu sinni í formi þriggja rafrænna funda sem haldnir verða í apríl. Dagana 8., 15. og 28. apríl kl. 9:00-10:30 verður boðið upp á opna fundi með fjölbreyttum erindum sem varða náttúruvernd og umhverfismál í starfsemi sveitarfélaga. Fundirnir eru samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og náttúrustofa.
   
  Fyrsti fundurinn fór fram þann 8. apríl kl. 9:00-10:30 og bar hann yfirskriftina Loftslagsmál, loftgæði og sveitarfélög. Nálgast má upptökur af erindum fundarins hér að neðan.
  Annar fundurinn sem fram fer þann 15. apríl kl. 9:00-10:30 ber yfirskriftina Vannýtt þekking í heimabyggð? Hvernig geta náttúrustofur stutt við starf náttúruverndarnefnda? Nálgast má upptökur af erindum fundarins hér að neðan.

Þriðji fundurinn sem fram fer þann 28. apríl kl. 9:00-10:30 ber yfirskriftina Greiðum götu hringrásarhagkerfisins - Nýting hráefna úr úrgangi.

 

Dagskrá fundar þann 8. apríl 2021

Loftslagsmál, loftgæði og sveitarfélög

09:00-09:05 Forstjóri Umhverfisstofnunar, Sigrún Ágústsdóttir setur fundinn

09:05-09:20 Vinna við tillögu að stefnu stjórnvalda um aðlögun að loftslagsbreytingum - Halla Sigrún Sigurðardóttir, Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

09:20-09:35 Loftslagsvæn sveitarfélög – verkfærakista um loftslagslagsmál í rekstri sveitarfélaga - Eygerður Margrétardóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga

    09:35-09:45 Fyrirspurnir og umræður

09:45-10:00 Losunarbókhald Íslands - Sigríður Rós Einarsdóttir, Umhverfisstofnun

10:00-10:15 Náttúruvá - Loftgæðavöktun - Þorsteinn Jóhannsson, Umhverfisstofnun

10:15-10:30 Fyrirspurnir og umræður

Dagskrá fundar þann 15. apríl 2021

Vannýtt þekking í heimabyggð?
     Hvernig geta náttúrustofur stutt við starf náttúruverndarnefnda?

Inngangur - Sindri Gíslason

09:10-09:20  Guðrún Óskarsdóttir (Náttúrustofa Austurlands) og Lilja Jóhannesdóttir (Náttúrustofa Suðausturlands): Náttúruvernd og byggðaþróun.

09:20-09:30 Guðrún Magnea Magnúsdóttir (Náttúrustofu Vesturlands): Umhverfisvottun sveitarfélaga – leið til framfara í umhverfismálum?

09:30 – 09:45 Fyrirspurnir og umræður

09:45-09:55  Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (Náttúrustofu Norðausturlands): Kortlagning framandi ágengra plöntutegunda í Þingeyjarsveit.

09:55-10:05  Skarphéðinn Guðmundur Þórisson (Náttúrustofu Austurlands): Framtíð stöðvarkóngs, tegund eða "viðundur"?

10:05-10:15  Róbert A. Stefánsson (Náttúrustofu Vesturlands): Fuglalíf í Borgarvogi.

10:15 – 10:30 Fyrirspurnir og umræður

 

 

Dagskrá fundar 28. apríl 2021 

Greiðum götu hringrásarhagkerfisins
  Nýting hráefna úr úrgangi

Hlekk á fundinn má nálgast hér: ust.is/fundur20210428

09:00- 09:10  Ávarp, Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings 

09:10-09:25  Allir græða - innlend moltuframleiðsla, Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri SORPU bs. 

09:25-09:40  Moltugerð – reglugerðakröfur, Valgeir Bjarnason fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun

09:40-09:50 Fyrirspurnir og umræður

09:50-10:05  Umhverfisstefna landbúnaðarins, Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands og Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda

10:05-10:20  Hey, heyrúlluplast! Innlend endurvinnsla og verðmætasköpun, Sigurður Halldórsson framkvæmdastjóri Pure North Recycling

10:20-10:30 Fyrirspurnir og umræður