Áreiðanleg umhverfismerki

Hin áreiðanlegu og altæku umhverfismerki eru ekki svo afskaplega mörg og því ætti hver og einn að geta lagt nokkur þeirra á minnið. Merkin eru meðal þeirra sem talin eru í hæsta gæðaflokki merkja og geta því neytendur treyst því að þegar þeir kaupa vöru eða þjónustu sem merkt er Svaninum, Evrópublóminu eða öðrum sambærilegum merkjum þá séu þeir að velja það best fyrir umhverfi og heilsu. Athugið þó að þessi merki tákna ekki að varan sé lífræn, sjá nánar lífrænar vottanir.

Áreiðanleg umhverfismerki eiga það sameiginlegt að:

  • Þau eru valfrjáls leið til að markaðsetja umhverfiságæti vöru eða þjónustu
  • Úttekt er sinnt af óháðum, þriðja aðila
  • Viðmið eru sértæk og þróuð af sérfræðingum
  • Viðmiðin byggja á lífsferilsnálgun, þ.e. gera kröfur til hráefnis, framleiðslu, notkunar og förgunar
  • Viðmið eru hert á nokkurra ára fresti sem tryggir sífelldar betrum bætur á vörunni eða þjónustunni


Allt ofangreint er í samræmi við ISO staðalinn 14024. Þau merki sem ekki uppfylla ofangreind atriði teljast því ekki sem eiginleg umhverfimerki því vottun þeirra beinist að ákveðnum afmörkuðum  hluta framleiðslunnar eða hráefnisnotkunarinnar.
Með því að læra þau algengustu er hægt að nota þau sem leiðarljós í gegnum þann frumskóg af merkjum sem finna má á umbúðum, hér eru dæmi um þau algengust á íslenskum markaði: