Ekkert úrvinnslugjald er lagt á plast, pappír og pappaúrgang sem berst frá flutningstækjum sem starfa utan Íslands. Tvær leiðir standa til boða til að koma plasti, pappír og pappaúrgangi í endurvinnslu frá flutningstækjum sem starfa utan Íslands:
- Hægt er að semja við úrgangsmeðhöndlunaraðila um að endurvinna úrganginn beint án aðkomu Úrvinnslusjóðs.
- Greitt er úrvinnslugjald til Úrvinnslusjóðs af þeim úrgangi sem fellur til. Úrgangsmeðhöndlunaraðilinn innheimtir svo úrvinnslugjald frá Úrvinnslusjóði við meðhöndlun úrgangsins.