Málning, lökk, kvikasilfur, RoHS

Reglugerð nr. 1025/2005 um rokgjörn lífræn efnasambönd í málningu, lakki og efnum til lakkviðgerða ökutækja.
Þau eru lífrænar efnasambönd með háan gufuþrýsting sem gerir það að verkum að styrkur efnisins verður hár í andrúmsloftinu nálægt uppsprettunni.
Lífrænir leysar eru mjög oft rokgjarnir. Dæmi um þessi efni eru fituhreinsar eins og WD40 og málning sem er ekki vatnsleysanleg (olíumálning).
Á efnavörum sem innihalda mikið af rokgjörnum lífrænum efnum hafa yfirleitt einhverjar leiðbeiningar um það að lofta svæðið vel út á einhvern hátt sem er einmitt það sem á að gera. Góð loftræsting er það sem á að hugsa um þegar mikið af rokgjörnum lífrænum efnum er til staðar.
Ef aðstæður bjóða ekki uppá góða loftræstingu þarf að nota leysagrímu með kolasíum og gæta þess að kolin séu ný. Athugið að rykmaski veitir enga vörn gegn rokgjörnum lífrænum efnum!
Ákvæði varðandi kvikasilfur er að finna í mörgum mismunandi reglugerðum en í kjölfar staðfestingar á Minamatasamningnum er væntanleg ný reglugerð sem sameinar þessi ákvæði á einum stað og bætir einhverjum við.
Minamatasamningurinn um kvikasilfur er alþjóðlegur samningur til að vernda heilsu fólks og umhverfis fyrir skaða af völdum manngerðrar losunar kvikasilfurs og kvikasilfurssameinda.
Umhverfisstofnun vinnur að innleiðingu ákvæða RoHS(takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði) hér á landi, en ákvæðin eru innleidd í reglugerð nr. 630/2014 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í raf- og rafeindabúnaði.
Eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar er í höndum Mannvirkjastofnunar.