Umhverfistofnun - Logo

Skráningakerfi

Samkvæmt reglugerð nr. 1061/2018 ber framleiðendum og innflytjendum raf- og rafeindatækja að skrá sig í skráningarkerfi í umsjá Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun er heimilt að notast við upplýsingar frá tolla- og skattayfirvöldum um greiðendur úrvinnslugjalds og sækir þær upplýsingar frá viðeigandi yfirvöldum.  Hingað til hefur Umhverfisstofnun fengið upplýsingar um innflytjendur frá Tollstjóra en skortur er á að fyrirtæki skrái sig hjá Ríkisskattstjóra sem framleiðandi. Umhverfisstofnun hvetur fyrirtæki til þess að gera það. Tilgangurinn með skráningakerfinu er svo að hægt sé að greina betur magn þessara tækja og ákvarða eftirlit eftir því.