Blái engillinn
Blái engillinn (Der Blaue Engel) er áreiðanlegt þýskt umhverfismerki.
Þýsk yfirvöld ákveða innan hvaða vöruflokka er hægt að fá vottun. Viðmið merkisins eru þróuð í samvinnu við fulltrúa frá umhverfisyfirvöldum, iðnaði, neytendasamtökum ásamt öðrum hagsmunaaðilum og sérfræðingum.
Lestu meira um Bláa engilinn á heimasíðu merkisins