Umhverfistofnun - Logo

Sementsverksmiðjan, Akranesi

 

Starfsleyfi þetta gildir fyrir Sementsverksmiðjuna hf. kt. 560269-5369, til framleiðslu sements að Mánabraut 20, Akranesi.

Helstu umhverfiskröfur

Útblástursloft frá gjallofni skal hreinsa í viðeigandi hreinsibúnaði. Styrkur efna í útblæstri skal vera undir eftirfarandi gildum umreiknað miðað við hitastig 273 K (0°C), þrýstingur 101,3 kPa, 10% súrefni, þurrt loft. Miðað er við dagleg meðalgildi.

 

Kadmíum (Cd) og þallíum (Tl) 0,05 mg/Nm3
 Nikkel (Ni), króm (Cr), arsen (As), kóbalt (Co), kopar (Cu), vanadíum (V), blý (Pb), mangan (Mn), antimon (Sb)  0,5 mg/Nm3
 Kvikasilfur (Hg)  0,05 mg/Nm3
 Saltsýra (HCl)  10 mg/Nm3
 Flússýra (HF)  1 mg/Nm3
 Brennisteinsdíoxíð (SO2)  240 mg/Nm3
 Köfnunarefnisoxíð (NOx)   800 mg/Nm3
 Díoxín og fúrön

 0,1 ng TEQ/Nm3

 Heildarryk  50 mg/Nm3
 Heildarryk við sambrennslu úrgangs  30 mg/Nm3

Nánari upplýsingar um kröfur og eftirlit eru að finna í starfsleyfinu sem gildir til 31. desember 2024.

Fréttir