Myndun jökulkers

Haalda_1.png (504179 bytes)

Jökull (1) skríður fram, jökulruðningi (2) er rutt upp undan jökulsporði.

Haalda_2.png (481372 bytes)

Jökulhlaup (4) ryðst undan og í gegnum jökulinn (1). Jökulhlaupið ber með sér ísjaka (3), aur og ösku.

Haalda_3.png (448163 bytes)

Jökulhlaupið rénar og jökullinn (1) nær jafnvægi á ný. Ísjakar (3) stranda og grafast í flóðsléttuna fyrir framan jökul (1).

Haalda_4.png (441096 bytes)

Ísjakar (3) grafnir í sand og urð á flóðsléttunni. Urðin einangrar ísjakanna og það getur tekið mörg ár fyrir ísinn að bráðna. Jökullinn (1) þynnist og byrjar að hörfa.

Haalda_5.png (416392 bytes)

Árum eða áratugum seinna hefur ísinn bráðnað og á yfirborði flóðsléttunnar myndast pyttur eða jökulker (5). Jökullinn hefur hörfað hærra upp í land og skilur eftir sig jökulgarð (6) þar sem jökulsporðurinn eitt sinn lá.