Starfsleyfi

Umhverfisstofnun hvetur umsækjendur um starfsleyfi til að senda umsóknir sínar til stofnunarinnar með a.m.k. 8 mánuðum áður en fyrirhugað er að starfsemi hefjist. 

Umhverfisstofnun hefur sett sér viðmið um 240 daga afgreiðslufrest á starfsleyfum fyrir mengandi starfsemi skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 og meðhöndlun úrgangs samkvæmt lögum þar um nr. 55/2003. Þar með er talinn kynningartími starfsleyfistillögu og úrvinnsla í kjölfar þess. 

Stofnunin bendir á að umsækjandi um starfsleyfi getur sjálfur haft áhrif á málshraða stofnunarinnar og kostnað sinn af vinnslu starfsleyfis með því að:

  • Umsókn sé skýr og greinargóð.
  • Gæta að því að öll nauðsynlegt gögn fylgi með umsókn sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. Þegar um er að ræða urðunarstaði þá skal skila upplýsingum samkvæmt reglugerð nr. 738/2003 um urðun úrgangs.  Upplýsingar um reglugerðir á vef Umhverfisstofnunar.
  • Umsækjandi kynni sér starfsleyfistillögu stofnunarinnar ítarlega um leið og hún berst honum.
  • Viðbótargagna sé aflað eins fljótt og unnt er sé þeirra óskað.
  • Sjá einnig hér: https://www.ust.is/atvinnulif/mengandi-starfsemi/starfsleyfi/