Efni sem valda húðætingu, alvarlegum augnskaða eða tæra málm.
Dæmi
Ediksýra, saltsýra, ammóníak, stíflueyðir, salernishreinsir.
Varúðarráðstafanir
Klæðist hlífðarhönskum og hlífðargleraugum. Forðist inntöku, innöndun og snertingu við húð og augu.
Hætta
Innöndun gufu/úða er ætandi fyrir öndunarveg. Innöndun getur valdið brunatilfinningu í munni og hálsi, ásamt hnerrum, hósta, öndunarerfiðleikum og brjóstverkjum. Kyngir þú vörunni getur það valdið bruna í munni, vélinda og maga. Slíkt veldur sársauka í munni, hálsi og maga og framkallar erfiðleika við kyngingu og blóðug uppköst. Varan hefur húðætandi áhrif og veldur brunaverkjum, roða, blöðrum og brunasárum. Komist efnið í augu getur það valdið alvarlegum brunasárum, sársauka, táramyndun og krampa í augnlokum. Hætta á alvarlegum augnskaða og sjónmissi.