Hvað eru plöntuverndarvörur?

Plöntuverndarvörur eru notaðar í ræktun skrautplantna og matvæla, svo sem ávaxta, grænmetis og kornvöru, til þess að koma í veg fyrir eða draga úr skaða af völdum sveppa, illgresis, skordýra og annarra meindýra. 

Stýriefni teljast líka til plöntuverndarvara en þau eru meðal annars notuð til þess að örva rótarmyndun græðlinga og stýra vaxtarlagi plantna.

Aðeins er heimilt að setja plöntuverndarvöru á markað hérlendis ef hún hefur fengið leyfi hjá Umhverfisstofnun og stofnunin heldur úti skrá yfir vörur sem leyfðar eru til notkunar hverju sinni. Ítarlegar rannsóknir eru gerðar á því hvort efni í plöntuverndarvörum geta valdið okkur sjálfum eða umhverfinu skaða og áhætta af notkun þeirra er metin áður en leyft er að setja þær á markað.

Plöntuverndarvörum er skipað í tvo flokka eftir því hversu hættulegar þær eru í meðhöndlun og notkun, þ.e. vörur til almennrar notkunar og notendaleyfisskyldar vörur. 

  • Ef lítil hætta stafar af vörunum er þær leyfðar til notkunar fyrir almenning. 
  • Ef vörur eru taldar vera vera hættulegar í meðhöndlun eru þær notendaleyfisskyldar. 

Sérstakt notendaleyfi, sem gefið er út af Umhverfisstofnun, þarf til þess kaupa og nota plöntuverndarvörur sem eru notendaleyfisskyldar og ætlaðar til notkunar í atvinnuskyni. Þá þurfa þeir sem stunda garðaúðun í atvinnuskyni að vera handhafar notendaleyfis fyrir plöntuverndarvörum og vera með gilt starfsleyfi frá Heilbrigðisnefnd sveitarfélaga.