Umhverfistofnun - Logo

Aðgengi og þjónusta

Skálar og tjaldsvæði

Tjaldsvæði innan Friðlandsins eru í Landmannalaugum, Landmannahelli og í Hrafntinnuskeri. Skálar Ferðafélags Íslands eru í Landmannalaugum og í Hrafntinnuskeri en Hellismenn eru með skála við Landmannahelli. Skálavarsla er í þeim öllum yfir sumartímann.

Umgengnisreglur:

  • Akið ekki utan merktra vega.
  • Eyðið ekki eða spillið gróðri.
  • Truflið ekki dýralíf.
  • Kveikið ekki elda.
  • Takið allt sorp með ykkur til byggða.
  • Hlaðið ekki vörður.
  • Letrið ekki á náttúrumyndanir.
  • Spillið ekki hverum og laugum.
  • Tjaldið ekki utan tjaldsvæða nema með leyfi landvarða.
  • Rjúfið ekki öræfakyrrð að óþörfu.