Stök frétt

Ársfundur Svansins verður haldinn á Grand hótel þann 25.október n.k. á alþjóðlegum degi umhverfismerkja.

Á fundinum er áhersla á vöruúrval og byggingariðnaðinn en þar að auki verður farið yfir stöðu Svansins á Íslandi og þau verkefni sem unnin hafa verið á síðustu misserum. Skráning á fundinn fer fram HÉR og er nauðsynlegt að skrá sig til að draga úr matarsóun. Einnig bendum við á að auðvelt er að komast á Grand hótel með almenningssamgöngum (strætóleið 14 stoppar við Grand auk þess sem 2, 5, 15 og 17 stoppa við Nordica).

Þetta er í fyrsta skipti sem haldið er upp á dag umhverfismerkja, en dagurinn er hugsaður til að auka þekkingu fólks á áreiðanlegum umhverfismerkjum en fjöldi vöru- og þjónustuflokka á Íslandi eru umhverfisvottuð.

Vöruúrval hefur aukist mikið á Íslandi undanfarin ár og þekkja nú um 85% landsmanna Svansmerkið. Umhverfismerki auðvelda kaupendum að taka upplýstar ákvarðanir fyrir umhverfið og heilsuna, auk þess sem merkin tryggja gæði.

 

 

“World Ecolabel Day will show how we are all empowered to contribute to global sustainable development through the everyday decisions we make as consumers and buyers. Little changes, when made by everyone create a huge effect, making the much-needed bigger changes possible.” - Bjørn-Erik Lønn, Stjórnarformaður Global Ecolabelling Network