Stök frétt

Norræna umhverfismerkið Svanurinn býður til hugarflugsfundar þann 11. mars vegna undirbúnings markaðsátaks í maí. Í tilefni 20 ára afmæli Svansins undirbýr Umhverfisstofnun markaðsátak til að efla umhverfismerkta vöru og þjónustu á Íslandi. Umhverfisstofnun leitar nú að samstarfsaðilum meðal smásöluverslana, heildsala, innflutningsaðila, leyfishafa og umsækjenda Svansins til að taka þátt í átakinu.

Undirbúning átaksins hefst með hugarflugsfundi og umræðum um hvernig hægt er að ná hámarksárangri með umhverfismerktum vörum og þjónustu. Dröfn Þórisdóttir markaðsráðgjafi, Rósa Hrund Kristjánsdóttir grafískur hönnuður og Kári Sævarsson hugmynda- og textasmiður frá auglýsingastofunni Hvíta Húsinu verða með á fundinum og aðstoða okkur við mótun góðra hugmynda.

Svanurinn verður áberandi í fjölmiðlum meðan átakið stendur yfir, en við viljum einnig tryggja að umhverfismerktar vörur séu samtímis sýnilegar í verslunum og víðar. Fyrirhugaðir eru margvíslegir viðburðir svo sem grænir dagar í verslunum, leikir, sýningar o.fl. – allt eftir því hver verður niðurstaðan úr samstarfinu.

Ekki missa af tækifærinu!

Fimmtudaginn 11. mars, kl. 13-16 á Grand hótel, Háteig B. Skráning til föstudagsins 5. mars á annemaria@umhverfisstofnun.is