Veiðifréttir

18. nóvember 2023

Gunnar Bragi með tvo á svæði 8, fellt á Jökulsáraurum í Lóni, Stefán Helgi með tvo á sv. 9, fellt á Flateyjaraurum, Einar Har með einn á sv. 9, fellt sunnan við Steinavötn. ...

15. nóvember 2023

Alli Bróa með einn á sv. 8, fellt í Lóni, Siggi á Borg með einn á sv. 9, fellt við Heinaberg. ...

11. nóvember 2023

Albert með einn á sv. 8, fell á Lónsheiði, Skúli Ben með tvo á sv. 9, fellt á Heinabergsaurum, Siggi á Borg með einn á sv. 9, fellt við Flatey, Stefán Helgi með einn á sv. 9, fellt við Flatey, Henning með tvo á sv. 9, fellt á Kálfafellsdal, Gunnar Bragi með tvo á sv. 9, fellt á Heinabergsaurum, ...

10. nóvember 2023

Gunnar Bragi með veiðimann á svæði 8, fellt í Hvaldal, Jónas Bjarki með einn veiðimann á sv. 8, fellt við Laxá í Lóni, Stefán Helgi með einn veiðimann á sv. 8, fellt á Laxáraurum Henning með þrjá veiðimenn á sv. 9. tvö felld í Kálfafellsdal, ...

5. nóvember 2023

Skúli Ben. með þrjá veiðimenn á sv. 9, tvær felldar á Kálfafellsdal. ...

4. nóvember 2023

Gummi á Þvottá með tvo að veiða kýr á sv. 8, fellt við Þórisdal, Siggi á Borg með einn að veiða kú á sv. 9, fellt ofan við Hólm, Gunnar Bragi með tvo að veiða kýr á sv. 9, fellt á Kálfafellsdal og við Heinaberg. ...

3. nóvember 2023

Albert með einn veiðimann á sv. 8, fellt á Össurárdal, Siggi á Borg með tvo veiðimenn á sv. 8 fellt við Jökulsá í Lóni 50 dýra hjörð. ...

2. nóvember 2023

Stefán Helgi með tvo veiðimenn á sv. 9, fellt ofan við Hólm. 50-60 dýr. ...

1. nóvember 2023

Fyrsti dagur nóvemberveiða. Siggi á Borg með einn veiðimann á sv. 9, fellt við Fláajökul. ...

20. september 2023

Seinasti dagur hreindýraveiðitímabilsins. Leiðinlegt veður hefur sett strik í reikninginn seinustu daga. Vonandi ná einhverjir að fella sín dýr í dag. Siggi Aðalsteins með veiðimenn á sv 1. fimm kýr felldar ofan við Hróaldsstaði við Efri Þverá og á Randíðarási. Eiður Gísli með veiðimenn á sv. 7, fjórar kýr felldar, tvær á Þakeyri og tvær á Melrakkanesfjalli. Veiðitímabilinu er þá lokið að þessu sinn. Aðeins fimm kýrleyfi af útgefnum kvóta voru ekki felld. 4 á sv. 7 og 1 á sv. 1. 34 kýrleyfi útgefin a´sv. 8. og sv. 9 eru svo í nóvemberveiðunum. Þakka leiðsögumönnum og veiðimönnum fyrir góð samskipti á tímabilinu. ...