Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um framlengingu á  bráðabirgðaheimild fyrir SORPU bs., kt. 510588-1189, til áframhaldandi urðunar í Álfsnesi. 

SORPA bs. óskar eftir framlengdri  bráðabirgðaheimild til að hægt sé að halda áfram urðun í Álfsnesi meðan unnið er að breytingu á starfsleyfinu.

Samkvæmt 6. mgr. 7. gr. a. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 er Umhverfisstofnun  heimilt að framlengja bráðabirgðaheimild um allt að eitt ár að uppfylltum skilyrðum 7. gr. a. laganna. 

Bráðabirgðaheimild SORPU bs. var markaður gildistími til 21. desember 2024. Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að framlengja bráðabirgðaheimildina til eins árs, til 21. desember 2025.
Áformin voru auglýst frá 13. til 18. desember 2024 en engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar.

Fylgiskjöl: