Fundir

Landeigendafundir

Þann 20 og 24. október 2011 voru fundir haldnir á Umhverfisstofnun með umhverfisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur og landeigendum á svæðinu. Stór hluti landeigenda eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og var tilgangur fundarins sá sami og fundirnir sem haldnir voru fyrir vestan í septemberlok, þ.e. að ræða hvað fælist í stofnun þjóðgarðs fyrir landeigendur, sveitarstjórn og aðra íbúa svæðisins,  hvert markmið friðlýsingarinnar væri, hvaða lagaleg áhrif hún hefði, og hver væri hinn samfélagslegi ávinningur. Nánar um fundina á Umhverfisstofnun.

Aðrir fundir

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra heimsótti svæðið dagana 26. og 27. september 2011 til samráðs og umræðu við landeigendur og annað áhugafólk um framhaldið. Fundirnir voru alls sex: á Hvallátrum, í Breiðavík, að Hnjóti, á Patreksfirði og á Rauðasandi, auk fundar með bæjarstjórn Vesturbyggðar og með fyrrnefndum starfshópi um framtíðarskipulag Látrabjargs og nágrennis. Nánar um fundina á svæðinu.