Frétt

Fuglar

Opnað hefur verið fyrir skilavef til að skila inn veiðiskýrslu og sækja um nýtt veiðikort. Umhverfisstofnun hefur sent tölvupóst þess efnis til allra veiðikorthafa en einnig hafa verið sendar út veiðiskýrslur til þeirra aðila sem skila ekki inn rafrænt. Þeir sem ætla að skila inn rafrænt í gegnum vef Umhverfisstofnunar og hafa ekki fegnið tölvupóst er bent á að skoða í ruslpóstinn. Sum póstforrit eru með öflugar síur sem eiga það til að setja ýmsan póst í ruslið. Þeir sem hafa skipt um netfang á síðastliðnu ári geta sent upplýsingar um nýtt netfang ásamt kennitölu á veidistjorn@ust.is

Einnig hefur verið opnað fyrir umsókn um hreindýraveiðileyfi. Fara þarf sérstaklega inn á umsóknarvef fyrir hreindýr en sama aðgangsorð er notað til að komast þar inn og á skilavef fyrir veiðiskýrslur. Heimilt verður að veiða allt að 1277 dýr á árinu sem er fjölgun um 48 dýr frá fyrra ári. Frestur til að sækja um leyfi til hreindýraveiða er til og með 15. febrúar 2014. 

Veiðimönnum hreindýra er skylt að standast verklegt skotpróf áður en haldið er til hreindýraveiða. Veiðimaður skal hafa lokið prófinu fyrir 1.júlí.

Prófin eru framkvæmd víðsvegar um landið og er hægt að kynna sér það á heimasíðu Umhverfisstofnunar

Þeim sem vantar aðstoð geta sent póst á ust@ust.is eða hringt í síma 591-2000.