Frétt

Sendir hafa verið út greiðsluseðlar vegna lokagreiðslu hreindýraveiðileyfa. Einnig ætti krafan að birtast í heimabanka viðkomandi.

ATH! Síðasti mögulegi greiðsludagur er 2. júlí.

Veiðimenn sem greiða ekki á tilskildum tíma afsala sér úthlutuðu leyfi.

Ef þú hefur ekki fengið greiðsluseðilinn eða ert búinn að glata honum geturðu millifært viðkomandi upphæð eftir reikningsupplýsingum.

Reikningsnúmer: 305-13-300515 
Kennitala móttakanda: 701002-2880
Skýring greiðslu: Kennitala leyfishafa

Upphæð lokagreiðslu er sem hér segir:

  • Tarfar á öllum svæðum: kr. 101.250
  • Kýr á öllum svæðum: kr. 60.000

Vinsamlegast láttu vita sem fyrst ef þú ert hættur við að taka leyfið.

Áður en veiðimaður fer til hreindýraveiða skal hann hafa staðist verklegt skotpróf á síðustu tólf mánuðum. Veiðimaður þarf að skila inn staðfestingu á að hann hafi lokið verklegu skotprófi fyrir 1. júlí ár hvert.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 591-2000.