Stök frétt


Umhverfisstofnun auglýsir áform um breytingu á stjórn Reykjanesfólkvangs sbr. auglýsing nr. 520/1975 í Stjórnartíðindum. Áformað er að Reykjavíkurborg, Sveitarfélagið Vogar, Kópavogsbær, Reykjanesbær og Seltjarnarnesbær hætti í samvinnunenfnd um stjórn fólkvangsins. Grindavíkurbær, Garðabær og Hafnarfjarðarbær munu halda áfram í samvinnunefnd um stjórn fólkvangsins og annast umsjón hans og rekstur. 
Frestur til að skila athugasemdum er til og með 20. desember nk. Frekari upplýsingar og innsending athugasemda.