Stök frétt

Tinna Hallgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, á Loftslagsdaginn 2023.

Loftslagsdagurinn fer fram í Hörpu og í beinu streymi þann 28. maí 2024 frá kl. 9 - 14.

Beint streymi frá viðburðinum: 

Áhersla á aðgerðir

Í ár ætlum við að einblína á aðgerðir í loftslagsmálum! Hverjir eru að gera hvað núna? Hvað aðgerðir eru í pípunum? Hvað ættum við að vera gera?  

Markmið Loftslagsdagsins er að fjalla um loftlagsmál á mannamáli.

Spennandi erindi

Á dagskrá eru fjöldi spennandi erinda úr ýmsum áttum sem færa okkur nær svörum við spurningum dagsins. Þar á meðal:

  • Losun Íslands - Hver er staðan og hvert stefnum við? - Chanee Jónsdóttir Thianthong, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
  • „En við erum svo fá!“ – Alþjóðlegar afleiðingar og ábyrgð smáríkis - Auður H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun
  • Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum - Elín Björk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytinu
  • Erum við hætt við orkuskiptin? - Eyrún Gígja Káradóttir, verkefnastjóri Orkuseturs
  • Alvöru markmið í loftlagsmálum - Þorsteinn Kári Jónsson, forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel
  • Má bjóða þér upp í dans? – Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun

Skoða dagskrá

Þátttakendur senda inn spurningar

Allir þátttakendur geta sent inn spurningar með því að fara inn á Slido.com og slá inn #loftslagsdagurinn.

Í lok hverrar málstofu verða vinsælustu spurningarnar bornar fram í pallborði með fyrirlesurunum.

Umhverfisvænn viðburður

Við skipulagningu Loftslagsdagsins eru fjölmörg atriði höfð að leiðarljósi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif viðburðarins. Skoða aðgerðir.

Loftlagsdagurinn.is

Viðburðurinn á Facebook