Stök frétt

(frá vinstri) Daníel Freyr Jónsson, svæðissérfræðingur UST og Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri á UST ásamt Ólöfu Kristínu Síversten forseta FÍ og Páli Guðmundssyni framkvæmdastjóra FÍ

Umhverfisstofnun og Ferðafélag Íslands hafa endurnýjað samstarfssamning um upplýsingagjöf til ferðamanna í Landmannalaugum fyrir sumarið 2024. 


Samningurinn er staðfesting á nánu samstarfi í Landmannalaugum. Engin sérstök aðstaða er fyrir landverði á svæðinu og hefur Umhverfisstofnun því treyst á aðstöðu hjá FÍ í gegnum árin. Með samningnum er það samstarf staðfest og munu landverðir Umhverfisstofnunar vera til staðar alla daga í upplýsingabás í þjónustuhúsi FÍ í sumar til að veita upplýsingar til ferðamanna. 
 
Umhverfisstofnun lítur á Ferðafélag Íslands sem mikilvægan samstarfssaðila í Landmannalaugum. Það samstarf er sérstaklega mikilvægt í ár þar sem verið er að taka upp álagsstýringu í Landmannalaugum í formi bókunarkerfis fyrir bílastæði í fyrsta sinn. Það fyrirkomulag kallar á mikið upplýsingaflæði á milli allra aðila og til ferðamanna.
 
Þá hefur Umhverfisstofnun lokið við gerð nýs gönguleiðabæklings um friðland að Fjallabaki og mun FÍ selja hann í Landmannalaugum í sumar. Bæklinginn verður einnig hægt að nálgast á skrifstofu FÍ.