Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um veitingu bráðabirgðaheimildar fyrir SORPU bs. vegna urðunar á Álfsnesi.

Fram kemur í erindinu að þó útflutningur á brennanlegum úrgangi sé hafin, ásamt sérsöfnun á lífrænum úrgangi sem skilað er í Gas- og jarðgerðarstöð SORPU gegni urðunarstaður SORPU bs. á Álfsnesi þó enn sem komið er mikilvægu hlutverki í úrgangsmeðhöndlun á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem ekki hefur fundist arftaki fyrir þá urðunarþörf sem en er til staðar hefur óhjákvæmilega komið til frestunar á lokun urðunarstaðarins á Álfsnesi.

Áformin voru auglýst frá 14. desember til 20. desember 2023 en engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar.

Bráðabirgðaheimild - urðun á Álfsnesi

Viðauki við eigendasmkomulag SORPU bs.