Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi Benchmark Genetics Iceland hf. að Kalmanstjörn í Reykjanesbæ. Um er að ræða landeldi á laxfiskum með allt að 600 tonna hámarkslífmassa á hverjum tíma. Fráveituvatn verður hreinsað með tromlusíu.

Skipulagsstofnun birti álit um umhverfismatsskýrslu vegna stækkunarinnar þann 10. júní sl. Að mati Skipulagsstofnunar er mikilvægt að fylgst sé með styrk næringarefna í skúfþangi við útrásina til að hægt sé að bregðast við ef vart verður við hækkaðan styrk köfnunarefnis. Umhverfisstofnun tekur undir það og bendir á að í drögum að vöktunaráætlun sem fylgja með auglýsingu starfsleyfistillögunnar er gerð krafa um vöktun á skúfþangi og mælingar á tengundasamsetningu og fjölda lífvera í fjöru á fimm ára fresti.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202006-116. Umsagnir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 14. nóvember 2022. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl: