Stök frétt

Miðvikudaginn 8. desember kl. 12:15 fer fram opinn fyrirlestur um tengsl loftgæða og loftslagsbreytinga.  

Svifryk, nagladekk, flugeldar, flugferðir, bráðnun jökla og að fylla upp í skurði. Loftgæði og loftslagsmál hafa verið mikið í umræðunni undanfarið. 

En hvað eru loftgæði? Og hvað eru loftslagsmál? Hvaða aðgerðir stefna hreinu lofti í hættu? Eru það líka loftslagsmál? 

Í fyrirlestrinum verður skoðað hvort hægt sé að stuðla að betri loftgæðum og takast á við loftslagsbreytingar á sama tíma.  

  • Góð loftgæði skipta miklu máli fyrir heilsu fólks í nútímasamfélagi.  
  • Loftslagsbreytingar stuðla að hlýnun jarðar með tilheyrandi afleiðingum. 

  => Hvort tveggja skiptir máli.

Í lok fyrirlesturs verður opnað fyrir spurningar.

Fyrirlesturinn flytur Birgir U. Ásgeirsson, sérfræðingur í teymi losunarbókhalds hjá Umhverfisstofnun.

Ekki missa af áhugaverðum fyrirlestri um umhverfismál á mannamáli!

Viðburðurinn á Facebook

 

Nánar um: