Stök frétt

Mynd: N1

Umhverfisstofnun leggur hér með fram tillögu að fyrirmælum um úrbætur umhverfistjóns vegna bensínmengunar frá eldsneytistanki N1 ehf. á Hofsósi.

Fyrirmælin eru gerð í samræmi við málsmeðferð 15. gr. laga nr. 55/2012 um umhverfisábyrgð. Fyrirmælin eru unnin af Umhverfisstofnun og byggja á tillögum sem settar voru fram úrbótaáætlun sem verkfræðistofan Verkís hf. vann fyrir hönd N1 ehf.  Mengunin er rakin til leka frá niðurgröfnum bensíngeymi við afgreiðslustöð N1 ehf. á Hofsósi. Markmiðið með fyrirmælunum er ramma inn þær kröfur sem Umhverfisstofnun gerir á hendur N1 ehf. varðandi hreinsun vegna bensínmengunarinnar.  

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 20. október 2021. Ábendingum og athugasemdum má skila inn með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að innsendar athugasemdir eru hluti af stjórnsýslumáli og kunna að verða afhentar þriðja aðila sé þess óskað í samræmi við upplýsingalög nr. 140/2012.

Frekari upplýsingar um málið veita Kristín Kröyer (kristin.kroyer@ust.is) og Frigg Thorlacius (friggt@ust.is) með tölvupósti eða í síma 591-2000.

Tengd skjöl: