Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt


Umhverfisstofnun auglýsir framlengingu á starfsleyfi Benchmark Gentetics Iceland hf. að Kalmanstjörn í Reykjanesbæ. Rekstaraðili er í matsferli hjá Skipulagsstofnun þar sem fyrirhuguð er aukning á umfangi stöðvarinnar. Umhverfisstofnun er heimilt að framlengja starfsleyfi rekstaraðila í samræmi við 4. mgr. 6. gr. laga 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Framlengingin á starfsleyfi er heimil til eins árs og gildir til 26. apríl 2022 eða þar til nýtt starfsleyfi hefur verið gefið út.

Athugasemdir við að leyfið sé framlengt skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202106-058. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 21. júní 2021.

Hér er hægt að skoða starfsleyfið sem framlengt er um eitt ár.