Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir Malbikunarstöðina Höfða hf. vegna malbikunarframleiðslu og grjótmulningsstöðvar að Sævarhöfða 6-10, Reykjavík. Einnig er heimil geymsla biks í bikbirgðastöðinni þar hjá og önnur tengd starfsemi.

Starfsleyfistillaga var auglýst opinberlega á tímabilinu 6. febrúar til 7. mars 2019 og var gefinn kostur á að koma með skriflegar athugasemdir við tillöguna. Engin umsögn barst á auglýsingatíma.
Starfsleyfi þetta er veitt samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, sbr. lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Auglýsing þessi er birt á fréttasvæði Umhverfisstofnunar en auk þess í sérstökum dálki fyrir opinberar birtingar á starfsleyfum sem Umhverfisstofnun gefur út.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar skv. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Malbikunarstöðin Höfði hf, starfsleyfi