Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Lindarfisk ehf. til framleiðslu á allt að 300 tonnum af bleikju að Botnum í Meðallandi. Lindarfiskur ehf. er með gildandi starfsleyfi til framleiðslu á 20 tonnum af bleikju á ári á sama stað. Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 15. febrúar 2019 til og með 18. mars 2019 og gefst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.

Skipulagsstofnun mat það svo að framkvæmdin þyrftir ekki í mat á umhverfisáhrifum samkvæmt ákvörðun frá 4.júlí 2017. í niðurstöðu stofnunarinnar segir að fyrirhuguð stækkun á sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með tilliti til eðlis framkvæmdarinnar, staðsetningar hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa hennar, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. rg. nr. 550/2018.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 18. mars 2019.

Tengd skjöl:

Tillaga að starfsleyfi

Skipulagsstofnun - Ákvörðun um matsskyldu

Umsókn um starfsleyfi