Stök frétt

Eftirliti vegna merkinga, upplýsinga og innihaldsefna í rafhlöðum, rafgeymum og raf- og rafeindatækjum fyrir 2016 er lokið. Markmið eftirlitsins er að vörurnar séu rétt merktar og notendur upplýstir um mikilvægi þess að skila þeim til endurvinnslu þegar þær eru orðinn úrgangur. Einnig að fylgt sé eftir takmörkunum á tilteknum efnum í rafhlöðum og rafgeymum. Um það bil 37% raf- og rafeindatækja fara í endurvinnslu sem er allt of lítið þegar litið er til þess magns af auðlindum sem oft á tíðum liggja í raftækjum s.s. gull, silfur, platína, áli, plasti og öðrum efnum sem mikilvægt er að fá aftur til endurvinnslu. 

 

Árið 2016 var farið í 40 eftirlit til alls 23 fyrirtækja sem ýmist voru framleiðendur eða innflytjendur rafhlaðna, rafgeyma og raf- og rafeindatækja eða sölu- og dreifingaraðilar rafhlaðna og rafgeyma. Allir aðilarnir í eftirlitinu þurftu að gera úrbætur hjá sér sem vörðuðu ýmist tunnumerki á vöru, upplýsingaskyldu, móttöku og efnainnihald. Alls voru 152 vörur skoðaðar og voru gerðar athugasemdir í 78 tilvikum. 

 

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá greiningu á fjölda frávika/athugasemda hjá mismunandi flokkum eftirlitsþega.

 

Eftirlit
Frávik/ athugasemdir
Hlutfall
Móttaka á notuðum rafhlöðum og rafgeymum (athugasemd)
Móttöku vantaði hjá 13 sölu- og dreifingaraðilum rafhlaðna
Í 68% tilfella skorti móttöku
Tunnumerki (frávik)
Tunnumerki vantaði á 12 raf- og rafeindatæki og 3 rafhlöður og rafgeyma
Í 14% tilfella vantaði tunnumerki á raf- og rafeindatæki. Í 4% tilvika vantaði tunnumerki á rafhlöður og rafgeyma
Innihald kadmíum og kvikasilfurs (athugasemd)
Upplýsingar um innihald kadmíum og kvikasilfurs skorti á 30 vörum hjá innflytjenda eða sölu- og dreifingaraðila rafhlaðna og rafgeyma
Í 45% tilvika vantaði upplýsingar um innihald kadmíum og kvikasilfurs
Upplýsingagjöf til neytenda (frávik)
Upplýsingagjöf til neytenda skorti á 17 raftækjum og 3 rafhlöðum og rafgeymum
Í 81% tilfella vantaði upplýsingar varðandi raf- og rafeindatæki, í 4% tilfella vantaði upplýsingar með rafhlöðum og rafgeymum. 
 
Niðurstaða eftir tveggja ára eftirlit er að frávik eða athugasemdir hafa fundist hjá öllum fyrirtækjunum en þau hafa líka flest verið fljót að bregðast við og bæta úr. Einnig var unnið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga að auglýsingu til sveitarfélaga og farið í eftirlit með framkvæmd Úrvinnslusjóðs á löggjöfinni.