Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun gaf nýlega út starfsleyfi til handa Akeyrarkaupstað til að reka Malbikunarstöð Akureyrar. Stöðin er staðsett á reit norðan við Súluveg á Akureyri. Með fylgdi leyfi til að reka bikgeymi á hafnarkanti við Skipatanga (Naustatanga). Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að starfsleyfi á tímabilinu 27. október  til 22. desember 2016. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna var til 22. desember 2016.

Engin  umsögn barst um tillöguna og útgefið starfsleyfi er að mestu óbreytt frá tillögunni.

Starfsleyfi Malbikunarstöðvar Akureyrar öðlast þegar gildi og gildir til 25. janúar 2033.