Stök frétt

Vatns- og fráveitufélag Íslands (VAFRI) í samvinnu við hagsmunaaðila heldur opið málþing um fráveitulausnir á viðkvæmum svæðum með áherslu á Þingvallavatn. Kynntar verða óhefðbundnar skólplausnir fyrir starfsemi í dreifbýli s.s. sumarhúsabyggðir og ferðaþjónustu og farið yfir reynslusögur frá útlöndum.

Föstudaginn 8. maí frá kl. 09:00-12:15, í sal Orkuveitu Reykjavíkur.

Málþingið fer að hluta til fram á ensku.

Dagskrá

  • 8.45 - Kaffi
  • 9.00 - Málþing sett
    Fundarstjóri Hrund Andradóttir, formaður VAFRÍ
  • 9.05 - Ávarp
    Sigrún Magnúsdóttir, Umhverfis- og auðlindaráðherra
  • 9.20 - Mengunarálag á Þingvallavatn
    Gunnar Steinn Jónsson, líffræðingur
  • 9.40 - Aðkoma sveitarfélaga
    Elsa Ingjaldsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands
  • 10.00 - Óhefðbundnar fráveitulausnir, nemendaverkefni við Háskóla Íslands
    Ragnhildur Gunnarsdóttir, Eflu
  • 10.20 - Kaffi
  • 10:50 - Viðbrögð ósnortinna vatnakerfa við auknum næringarefnum og mögulegar skólphreinsiaðferðir
    Prófessor Petter D. Jenssen við Norwegian University of Life Sciences, Noregi
  • 11:30 - Umræður/pallborð
    Petter, D. Jenssen prófessor, Ólafur Haraldsson þjóðgarðsvörður, Björn Jóhannsson umhverfisstjóri Ferðamálastofu og Íris Þórarinsdóttir fagstjóri fráveitu hjá OR
  • 12:00 - Samantekt fundarstjóra
  • 12:15 - Málþingi slitið

Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á málþingið með því að fylgja þessum hlekk.