Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Höfundur myndar: Gísli Jónsson

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju HB Granda, Hafnarbyggð 7, Vopnafirði til að framleiða fiskimjöl og lýsi úr 1150 tonnum af hráefni á sólarhring. Þetta felur í sér aukningu á afköstum frá fyrra leyfi sem heimilaði framleiðslu úr 850 tonnum á sólarhring. Niðurstaða Skipulagsstofnunar, frá 18. febrúar sl., var að aukin afköst verksmiðjunar séu ekki líkleg til að hafa í för með sé umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar kemur fram að þar sem breytingin felist í því að auka framleiðslu án stækkunar geymslutanka sé líklegt að stækkunin leiði til þess að hráefnið sem unnið er verði ferskara en áður þar sem geymslutími styttist, þar að leiðandi verði minni líkur á að ólykt frá vinnslunni verði verulegt vandamál. 

Starfsleyfistillagan er auglýst á tímabilinu 9. júlí til 3. september 2014. Hér að neðan má finna auglýsta tillögu Umhverfisstofnunar og umsóknargögnin. Einnig tilkynningu til Skipulagsstofnunar og niðurstöðu hennar. Gögnin munu einnig liggja frammi á bæjarskrifstofu Vopnafjarðarhrepps. Ekki er áformað að boða til kynningarfundar um tillöguna á auglýsingatíma nema eftir því verði sérstaklega óskað. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 3. september 2014. 

 Gögn