Stök frétt

Haldin verður vísindaráðstefna í anda þema Sameinuðu þjóðanna ársins í ár, „samvinna um vatn“. Markmið ráðstefnunnar er að fá yfirsýn yfir nýlegar rannsóknir á gæðum vatns á Íslandi með áherslu á áhrif vatnsnýtingar, landnýtingar og mengunar í vatni og sjó. Ráðstefnan fer fram föstudaginn 22. mars 2013 að Nauthól, Reykjavík.

Aðgangur er ókeypis en þar sem sætafjöldi er takmarkaður er forskráning fyrir þátttöku mikils metin.

Dagskrá

Fundarstjórar: Gísli Jónsson, Geislavarnir Ríkisins og Sophie Jensen, Matís

13:00 – 13:10 Opnun ráðstefnu
            Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar 

13:10 – 13:30 Verndun vatnsgæða í Reykjavík
            Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur 

13:30 – 13:50 Náttúrulegt efnainnihald í neysluvatni
            María Gunnarsdóttir, nýdoktor Vatnaverkfræðistofu Háskóla Íslands 

13:50 – 14:10 Örveruflóra Elliðavatns og Elliðaáa
            Kristín Elísa Guðmundsdóttir, M.Sc. Matís 

14:10 – 14:30 Styrkur uppleystra efna í írennsli og útfalli Þingvallavatns
            Eydís Salome Eiríksdóttir, doktorsnemi Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands 

14:30 – 14:50 Vatnsvernd og gæði vatns
            Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur 

14:50 – 15:30 Kaffihlé og veggspjaldakynningar 

15:30 – 15:50 Efnamagn í afrennsli af ræktarlandi
            Björn Þorsteinsson, prófessor Landbúnaðarháskóla Íslands 

15:50 – 16:10 Leiða íslenskir barrskógar til súrnunar straumvatns?
            Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor Landbúnaðarháskóla Íslands 

16:10 – 16:30 Kvikasilfur í urriða í 12 stöðuvötnum á Íslandi
            Guðjón Atli Auðunsson, verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands 

16:30 – 16:50 Mengun við strendur Íslands
            Erla Sturludóttir, doktorsnemi Matís / Háskóla Íslands 

16:50 – 17:00 Ráðstefnulok
            Kristín Ólafsdóttir, verkefnastjóri Ranns. í lyfja- og eiturefnafræði HÍ 

Gögn