Stök frétt

Á morgun, laugardaginn 23. febrúar kl. 14.00 verða dregin út hreindýraveiðileyfin 2013. Drátturinn fer fram á Egilsstöðum í húsnæði Þekkingarnets Austurlands. Útdrættinum verður streymt hér á vef Umhverfisstofnunar (tengill í útsendinguna er væntanlegur). 

Í ár eru 1.229 dýr í boði, 606 tarfar og 623 kýr. Í ár bárust 3.581 gildar umsóknir en 29 voru ógildar þar sem umsækjendur höfðu ekki tilskilin réttindi. Af þessum 3.581 eru 93 umsóknir frá erlendum veiðimönnum en þeir lenda í sama potti og aðrir umsækjendur. Þá eru 55 manns á svo kallaðri fimm skipta reglu, það er að þeir hafa ekki fengið úthlutað dýri fimm síðustu umsóknir sínar. Nú í ár eru þeir með sjöttu umsóknina. Þeir sem eru á þeim lista og fá ekki úthlutun nú í ár fara fram fyrir biðröð. Hér að neðan má sjá fimm skipta listann. 

Nú er annað árið sem veiðimenn þurfa að hafa lokið skotprófi áður en þeir meiga halda til veiða. Á síðastliðnu ári gátu menn fengið endurgreitt veiðileyfi ef þeir skiluðu inn leyfinu á grundvelli skotprófsins. Um það verður ekki að ræða í ár þar sem öllum á að vera ljóst að þeir þurfa að fara í gegnum skotpróf til að fá veiðileyfið.

Dreifing umsókna á fimm skipta listanum

Tarfar

 Svæði Umsóknir 
 1
 2
 3
 4
 5
 6 10 
 7 12 
 8
 9

Kýr

 Svæði Umsóknir 
 1 1
 2
 3
 4
 5
 6
 7
 8
 9 0