Stök frétt


Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur ákveðið fyrirkomulag rjúpnaveiða árið 2011. Heimilt verður að veiða samstals níu daga eða helmingi færri en í fyrra. Auk þess verður sölubann áfram í gildi á rjúpu og rjúpnaafurðum og ákveðið svæði á Suðvesturlandi verður áfram friðað fyrir veiði.


Veiðidögunum verður skipt niður á fjórar helgar í október og nóvember

  •             Föstudagurinn 28. október – sunnudagsins 30. október - (3 dagar)
  •             Laugardagurinn 5. nóvember – sunnudagsins 6. nóvember - (2 dagar)
  •             Laugardagurinn 19. nóvember – sunnudagsins 20. nóvember - (2 dagar)
  •             Laugardagurinn 26. nóvember – sunnudagsins 27. nóvember - (2 dagar) 

Rjúpnaskyttur eru sem fyrr hvattar til að stunda hófsamar og ábyrgar veiðar í samræmi við tillögur umhverfisráðuneytisins.

Samkvæmt talningu og útreikningum Náttúrufræðistofnunar er veiðiþol rjúpunnar í ár 31.000 fuglar. Þetta eru ríflega helmingi færri fuglar en árið 2010, sem skýrist af verri stöðu rjúpnastofnsins.